föstudagur, 19. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mannlífið á Íslandsmóti-

26. ágúst 2010 kl. 17:24

Mannlífið á Íslandsmóti-

Fyrstu dagar Íslandmótsins lofa svo sannarlega góðu fyrir komandi daga. Veðrið leikur við gesti og frábærar sýningar á góðum hestum. Gestrisni Sörlamanna verður seint hlaðin of miklu lofi, hér er allt til alls, búið að útbúa fína veitingaaðstöðu í reiðhöllinni þar sem veitingar eru seldar á hóflegu verði.

 
Þegar líða tekur á daginn leggst grillilmur yfir svæðið því búið er að kveikja upp í stórum grillvagni þar sem Sörlafélagar standa og grilla dýrindis steikur. Búið er að setja upp áhorfendapalla í brekkunni sem er mjög þægilegt fyrir þá sem ekki vilja liggja allan daginn í grasinu.
 
Andinn meðal mótsgesta er frábær enda eru hestamenn búnir að bíða lengi eftir stórmóti þar sem bestu hross landsins eru samankominn en sú er svo sannarlega raunin hér. Það er greinilegt að framundan eru skemmtilegir dagar í Hafnarfirði og eru allir hestamenn hvattir til að mæta og njóta þess besta sem er í boði í hestamennskunni í dag.