mánudagur, 20. ágúst 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Málþing LH

Óðinn Örn Jóhannsson
12. október 2017 kl. 09:03

LH undirbýr ráðstefnu um reiðvegamál og hvernig megi auka fjármagn til málaflokksins vegna aukins álags frá hestaferðaþjónustu.

Úrbætur í reiðvegmálum.

Nú stendur Landssamband hestamannafélaga fyrir málþingi um úrbætur í reiðvegamálum sem er afar mikilvægt málefni hestamanna. Fjármagn til reiðvega hefur staðið í stað í langan tíma og dugar vart til að viðhalda þeim reiðvegum sem fyrir eru. Málþinginu er ætlað að setja saman áskorun til yfirvalda um aukið fjármagn til reiðvegagerðar og viðhalds, auk annara mikilvægra málefna eins og að skilgreina reiðvegi í umferðalögum og tryggja öryggi ríðandi umferðar gagnvart annari umferð. 

Við vonum að þið hafið áhuga á að fjalla um málþingið sem haldið verður næstkomandi laugardag 14.október í Menntaskóla Borgarfjarðar Borganesi. Ekkert þátttökugjald og hádegisverður í boði LH. 

Dagskráin er eftirfarandi 

Mæting og skráning 10:00-10:30 (Léttur morgunverður)

10:30     Setning - Ávarp Ásta Þorleifsdóttir starfsmaður samgönuráðuneytisins.

10:45     Formaður ferða og samgöngunefnd LH – Halldór Halldórsson

11:00     Skráning og flokkun -  Kortasjá – Sæmundur Eiríksson

11:15     Reiðvegir gerð og uppbygging Vegagerðin – Haraldur Sigursteinsson

11:30     Reiðleiðir í Þjóðgörðum – Einar Sæmundssen og Þórður Ólafsson

11:50     Umræður / fyrirspurnir

12:00 -13:00       Hádegisverður

13:00    Umferðaröryggi; reiðvegir/akvegir Ólafur Kr. Guðmundsson

13:15     Vegahald reiðvega  – Arnór Halldórsson

13:30     Fulltrúi hestatengdrar ferðaþjónustu – Begga Rist

13:45    Jarðvegsvernd og reiðvegir – Gústav M. Ásbjörnsson - Landgræðslu ríkisins

14:00     Gamlar reiðgötur – Mosfellsheiðarleiðir – Bjarki Bjarnason

14:15     Umræður / fyrirspurnir

14:30-14:45       Kaffihlé

14:45     Vinnuhópar 

• Hugmyndir um úrbætur í reiðvegamálum

Samantekt og útbúin áskorun um úrbætur í reiðvegamálum til yfirvalda

16:15    Lokaorð Lárus Ástmar Hannnesson formaður LH /Jóna Dís Bragadóttir varaformaður LH

Kort af Borganesi:

https://ja.is/kort/?d=hashid%3AG4EV9&x=360326&y=452191&z=9&type=map