sunnudagur, 21. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Logi hlaut æskulýðsbikar HSK

26. apríl 2010 kl. 10:04

Logi hlaut æskulýðsbikar HSK

Hestamannafélagið Logi fékk á dögunum æskulýðsbikar HSK 2009 fyrir frábært æskulýðsstarf. Við erum mjög þakklát fyrir að hljóta þessi verðlaun eftir að hafa unnið með börnum og unglingum og fylgst með starfinu vaxa og dafna. Í Loga er nú  glæsilegur barna og unglingahópur sem hefur tekið þátt og verið virkur í öllu starfinu ásamt dyggum stuðningi foreldra. Bikarinn verður til sýnis í íþróttahúsinu í Reykholti.

Ef vitnað er í ársskýrslu HSK stendur "Unglingabikar HSK fyrir árið 2009 hlýtur að þessu sinni Hestamannafélagið Logi. Logi hefur um árabil sinnt barna-og unglingastarfinu með miklum sóma svo eftir hefur verið tekið. Æskulýðsstarf félagsins byggist uppá því að virkja börn og unglinga, láta þau fá hlutverk og verkefni við hæfi. Meðal þess sem félagið hefur gert er að halda reiðnámskeið sem hefur verið vel sótt. Þá er haldinn sérstakur reiðygja þrifdagur en þar er börnum og unglingum kennd umhirða reiðtygja. Félagið tók þátt í æskan og hesturinn og tókst atriði félagsins vel. Sérstakur æskulýðsdagur er haldinn en þá var öllum börnum í 1-6 bekk í Grunnskóla Bláskógabyggðar í Reykholti boðið á hestbak. Félagið stendur fyrir sérstökum æskulýðsreiðtúr sem er ávallt vel sóttur."

Hestamannafélagið þakkar fyrir sig og hér með fréttinni má sjá æskulýðshópinn saman kominn með bikarinn.

Æskulýðsnefnd Loga