miðvikudagur, 24. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ljóni frá Ketilsstöðum - myndband -

24. júní 2010 kl. 16:01

Ljóni frá Ketilsstöðum - myndband -

Á kynbótasýningunni sem var í Hafnarfirði á dögunum sýndi Bergur Jónsson nokkra stóðhesta frá Ketilsstöðum og víðar. Vakti athygli að þessir hestar röðuðu sér í mörg efstu sæti sýningarinnar. Einn af þeim athyglisverðari er Ljóni frá Ketilsstöðum  sem hlaut meðal annars 8,5 fyrir bæði tölt og brokk og 8 fyrir skeið. Hann hlaut 8,44 fyrir byggingu og 8,35 fyrir hæfileika sem gerir aðaleinkunn uppá 8,39. Ljóni er undan Álfasteini frá Selfossi og heiðurshryssunni Ljónslöpp frá Ketilsstöðum.

Hér sjáum við myndbrot af sýningunni á Ljóna á tölti og brokki.