mánudagur, 19. nóvember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Landsmóti hestamanna 2010 hefur verið frestað

31. maí 2010 kl. 15:41

Tilkynning send út á næstu klukkustund

Landsmóti 2010 hefur verið frestað. Endanleg ákvörðun var tekin um það á fundi hagsmunaaðila sem nú er að ljúka í landbúnaðarráðuneytinu. Haraldur Þórarinsson, formaður LH og Landsmóts ehf. staðfesti þetta í samtali við H&H laust fyrir klukkann 16.00 í dag. Hann vildi ekki greina frá niðurstöðunni í smáatriðum en sagði að verið væri að leggja lokahönd á fréttatilkynningu sem verður send út til fjölmiðla á næstu klukkustund.