föstudagur, 19. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Landsmót hestamanna 2012 verður í Reykjavík

5. mars 2010 kl. 15:41

Samningur var undirritaður í dag

Landssamband hestamannafélaga og Fákur í Reykjavík hafa undirritað samning um Landsmót hestamanna 2012 í Reykjavík. Haraldur Þórarinsson, formaður LH, Bjarni Finnsson, formaður Fáks og Kjartan Magnússon, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur undirrituðu samninginn.

Bjarni Finnsson segir að þetta sé mjög ánægjuleg niðurstaða fyrir Fák. Hann segir að fyrirvarar séu í samkomulaginu um atriði er varða fjármögnun og aðkomu Reykjavíkurborgar að framkvæmdinni. Það þurfi þó eitthvað mjög óvænt að koma upp á til að forsendur breytist og undirstöður samningsins bresti.

„Við Fáksmenn erum staðráðnir í að halda gott Landsmót 2012. Borgarráð og íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar hafa líst yfir stuðningi við framkvæmdina. Það eru deildar meiningar um staðarvalið meðal hestamanna, en nú skiptir miklu máli að við sameinumst um þá ákvörðun sem tekin hefur verið og stefnum allir sem einn að góðu Landsmóti hestamanna í Reykjavík,“ segir Bjarni Finnsson.