laugardagur, 20. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kvennakvöld í Líflandi Akureyri miðvikudaginn 5. maí

4. maí 2010 kl. 09:41

Kvennakvöld í Líflandi Akureyri miðvikudaginn 5. maí

Lífland býður konum á Akureyri og nærsveitum á kvennakvöld í verslun okkar að Lónsbakka á Akureyri miðvikudaginn 5. maí kl. 18:00

Kannast þú ekki við að hafa velt fyrir þér hvaða mél henta við hvaða tilefni? Hvenær notar maður stangamél? Hversu stíf á keðjan að vera? Skiptir það virkilega máli hvaða málmur er í mélunum og hvort þau er einbrotin eða tvíbrotin? Baldvin Ari Guðlaugsson tamningamaður kemur með hest og verður með áhugaverða sýnikennslu fyrir utan áður haldið verður inn í verslun þar sem hann talar um samband manns og hests með áherslu á hvaða mél henta hverju tilefni og hestgerð.

Við vonumst til að sem flestar konur sjái sér fært að koma, njóta léttra veitinga, hlýða á áhugaverðan fyrirlestur og fá ráðleggingar hjá einum okkar fremsta knapa.

 

Starfsfólk Líflands.