miðvikudagur, 24. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Krakkarnir eru auðvitað bara frábær

13. ágúst 2010 kl. 13:32

Krakkarnir eru auðvitað bara frábær

Blaðamður Eiðfaxa rétt náði að grípa í skottið á Sigrúnu K. Þórðardóttur formann Hestamannafélagsins Þyts, en auk þess að standa að undirbúningi að Íslandsmóti barna, unglinga og ungmenna þá er hún þulur mótsins.

„ Já ég held að það sé óhætt að segja að mótið hafi farið vel af stað. Það er búin að vera mikil óvissa í kringum mótið vegna kvefpestarinnar en við ákváðum samt að prufa að auglýsa mótið og sjá hver viðbrögðin yrðu. Skráningin á mótið var svo framar okkar björtustu vonum  því var ákveðið að halda hér öflugt og stórt mót. Þessvegna var undirbúningur okkar fyrir mótið því mjög snarpur en allt hefur þetta blessast. Við búum svo vel hérna að margir eru tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir félagið og eru því boðnir og búnir til að hjálpa til við það sem gera þarf, en í margt þarf að líta við undirbúning á svona stóru móti. Svo langar mig sérstaklega að koma á framfæri hvað mér finnst krakkarnir hérna stórkostlegir. Bæði eru þetta frábærir reiðmenn en einnig eru öll ofboðslega kurteis og allar tímasettningar standast hjá þeim. Því hefur mótið rúllað vel og þessi börn og unglingar eiga gríðarlegt hrós skilið“
„Þytur er öflugt hestamannafélag en við erum með tæplega 240 félagsmenn og erum félagslega sterk. Við erum nýbúin að byggja myndarlega reiðhöll og mikil orka farið í að koma henni upp og það er ofboðsleg breyting fyrir okkar félagsmenn að fá svona góða inniaðstöðu. “
 
Af keppninni er annars það að frétta að rétt í þessu var að ljúka keppni í fmi Unglinga og það var María Gyða Pétursdóttir úr Herði sem að sigraði og er því Íslandsmeistari í þeirri grein.
og í fimi barna sem lauk í morgun varð Birna ósk Ólafsdóttir íslandsmeistari.