þriðjudagur, 22. janúar 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kortlaggning erfða fyrir prúðleika

Óðinn Örn Jóhannsson
22. maí 2018 kl. 16:00

Dagfari frá Sauðárkróki hlaut m.a. einkunnina 10 fyrir prúðleika.

Vísindamenn við Sænska Landbúnaðarháskólann munu vera við söfnun á hársýnum hrossa og mælingu á prúðleika á kynbótabótasýningunum.

Vísindamenn við Sænska Landbúnaðarháskólann munu vera við söfnun á hársýnum hrossa og mælingu á prúðleika á kynbótabótasýningunum á Selfossi 28.5-1.6 og Spretti 4.6-8.6. Vonast er til að sýnendur og eigendur hrossa á þessum tveimur kynbótasýningum sýni þessu verkefni velvilja og veiti rannsakendum leyfi til að taka hársýni úr tagli og meta lengd hára úr hrossum þeirra.


Stutt samantekt um verkefnið:

Rannsóknin á prúðleika hrossa er á vegum Sænska landbúnaðarháskólans. Þar er leitað eftir erfðaþáttum sem hafa áhrif á vöxt fax og tagls.

 

Náskyldir frændur hrossa eins og sebrahestar, asnar og Przewalski hesturinn hafa allir stutt fax sem stendur upp í loftið á meðan íslensk hross eru þekkt fyrir mikinn prúðleika. Þessi mikli munur á prúðleika er talin vera vegna úrvals yfir langan tíma þegar hesturinn var taminn og tekinn í þjónustu manna. Þá voru valin undeldisdýr með erfðastökkbreytingum sem stýrðu fyrir auknum prúðleika.

 

Markmið rannsóknarinnar er að finna og greina þessa erfðastökkbreytingar. Þar er sjónum beint að sýndum íslenskum hrossum sérstaklega þau með ýkt svipfar prúðleika þ.e hross með lélegan (5.0-6.0) og frábæran prúðleika (9.0-10). Auk einkunna fyrir prúðleika er mæld lengd hára auk þess sem þykkt topps, fax og tagls verður metinn. Þá verða hársýni tekin úr tagli fyrir DNA arfgerðargreiningu.

 

Hér er tengill inn á vefsíðu þar sem nánar er fjallað um rannsóknarverkefnið: 

https://www.slu.se/en/faculties/vh/research/forskningsprojekt/hast/tracing-the-genetic-origin-of-mane-growth-in-domestic-horses/


Mest lesið
Í DAG VIKAN
 

Góð upplifun forsetans

14. ágúst 15:00