miðvikudagur, 24. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Knapar og gæðingar sýna listir sínar á Miklatúni

27. janúar 2010 kl. 12:34

Knapar og gæðingar sýna listir sínar á Miklatúni

Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum verður formlega sett af stað í dag, miðvikudaginn 27. janúar klukkan 14:00 á  Kjarvalsstöðum við Miklatún.

Á fundinum munu knapar Meistaradeildarinnar sýna gæðinga sína á Miklatúni.

Auk þess verður keppni vetrarins kynnt og  undirritaðir kostunarsamningar við þau fyrirtæki sem styðja við deildina í vetur.

Haraldur Þórarinsson, formaður Landssambands Hestamannafélaga mun formlega setja Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum 2010 og Guðmundur Örn Gunnarsson forstjóri VÍS mun undirrita samning um áframhaldandi stuðning við deildina en VÍS hefur stutt vel við uppbyggingu hennar síðastliðin 4 ár.

NOKKUR ORÐ UM MEISTARADEILD VÍS
Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum er mótaröð 7 móta með hálfs mánaðar millibili frá 28. janúar fram í lok apríl. Keppendur eru úrval bestu hestaíþróttamanna Íslands. Keppnin fer í Ölfushöllinni fram annað hvert fimmtudagskvöld. Meistaradeild í hestaíþróttum er rekin af félagi áhugamanna með sama nafni og studd af Félagi hrossabænda og Landssambandi hestamannafélaga.


F.h. Meistaradeildarinnar,

Rúnar Þór Guðbrandsson.