sunnudagur, 21. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Knapamerkin í Mána í vetur

14. desember 2009 kl. 12:34

Knapamerkin í Mána í vetur

Fyrirhugað er að bjóða Mánamönnum uppá kennslu í knapamerkjakerfinu í vetur. Kynningarfundur á kerfinu verður mánudaginn 14. desember klukkan 20.00. Við hvetjum alla til að kynna sér Knapamerkjakerfið á http://knapi.holar.is/.

Erfitt er að segja nákvæmlega til um hversu mikið námskeiðið mun kosta þar sem það er háð fjölda þátttakenda en við áætlum að 1. stig muni kosta um 30-35 þúsund krónur og það er um 30 tímar í heildina.

Knapamerkjakerfið hentar öllum hestamönnum, sama á hvaða stigi eða forsendum þeir eru í hestamennsku. Boðið verður uppá sérstakan unglingahóp 12 ára og eldri líka.

Viðræður standa yfir hjá Mána og FS um að FS meti knapamerkjakerfið til eininga. Fordæmi er fyrir þessu hjá nokkrum framhaldsskólum á landinu. Þeir meta 1. og 2. stig knapamerkjakerfisins til 3ja eininga.

Hægt verður að taka stöðupróf.

Sjáumst öll á mánudaginn klukkan 20.00.

Fræðslunefnd