laugardagur, 20. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

KEA mótaröðin - úrslit frá lokakvöldinu

26. mars 2010 kl. 13:24

KEA mótaröðin - úrslit frá lokakvöldinu

Lokakvöld KEA mótaraðarinnar var í gærkveldi og lukkaðist það mjög vel. Keppt var í slaktaumatölti og skeiði og voru 16 keppendur í tölti og 21 í skeiði. Óhætt er að segja að allir hafi skemmt sér konunglega og var gaman að horfa á keppnina.
Þorbjörn Hreinn Matthíasson sigraði slaktaumatöltið á Rommel frá Hrafnsstöðum með einkunnina 6,75. Þorbjörn var efstur í B úrslitum með einkunnina 6,25 og reið svo uppí fyrsta sætið í A úrslitum.

Æsispennandi var að sjá hver yrði stigahæsti knapinn þetta árið og var mjótt á munum. En Baldvin Ari sigraði skeiðið með glæsibrag á Prins frá Efri Rauðalæk á tímanum 5,09, setti nýtt hallarmet í Top Reiter höllinni og krækti sér þar í 10 dýrmæt stig. Baldvin og Prins settu nýtt hallarmet.


Lokastaðan í stigasöfnuninni var:


1 Baldvin Ari Guðlaugsson         32
2 Ásdís Helga Sigursteinsdóttir       30
3 Viðar Bragason                 28
4 Þorbjörn Hreinn Matthíasson         18
5 Stefán Friðgeirsson             18
6 Stefán Birgir Birgisson         16
7 Birgir Árnason                      12
8 Sveinn Ingi Kjartansson           10
9 Pétur Vopni Sigurðsson              9
10 Sveinbjörn Hjörleifsson         5
11 Guðmundur Karl Tryggvason        3
12 Þórhallur Þorvaldsson         2
13 Atli Sigfússon              2
14 Jón Björnsson               2
15 Höskuldur Jónsson             2
16 Anna Catharina Gros           1
17 Pernille Lyager Möller        1
18 Rasmus Christjansen         1
19 Sigmar Bragason             1


Mótshaldarar KEA mótaraðarinnar þakkar þátttakendum og áhorfendum kærlega fyrir frábært mót og hlakkar til að sjá ykkur öll að ári.