föstudagur, 19. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kappi frá Kommu, myndband -

28. júní 2010 kl. 10:29

Kappi frá Kommu, myndband -

 Mette Mannseth gerði góða ferð suður yfir heiðar með sex vetra stóðhestinn Kappa frá Kommu þegar þau mættu til dóms í Hafnarfirði.  Kappi sem er klárhestur hlaut hvorki meira né minna en 8,51 bæði fyrir byggingu og hæfileika og þar af leiðandi 8,51 í aðaleinkunn. Fyrir tölt, stökk og fegurð í reið fékk hann 9,5 og fyrir brokk, vilja og geðslag og hægt stökk hlaut hann 9,0. Byggingin er einnig mjög góð með 9,0 fyrir bæði háls og herðar og bak og lend og 9,5 fyrir samræmi.  

Kappi er undan Kjarnorku frá Kommu og Þristi frá Feti, hér sjáum við myndbrot af þeim Kappa og Mette.