mánudagur, 10. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Járningadagar 2017

Óðinn Örn Jóhannsson
9. nóvember 2017 kl. 14:35

Námskeið í heitjárningum, skeifnasmíði, formbreytingar á skeifum, sjúkrajárningar og Íslandsmót í járningum.

Námskeið sem byggist á stuttum fyrirlestrum og kynningum. Boðið verður uppá sýnikennslu, fyrirlestra um sjúkrajárningar og verklega þjálfun í formbreytingum á skeifum fyrir hin ýmis tilfelli. Tilgangur nám-skeiðsins er að þátttakendur fái hugmyndir um hvernig hægt er með litlum formbreytingum á skeifum að leiðrétta skekkju í hófum, nota við algengar sjúkrajárningar og hafa áhrif á hreyfiferli hests.

Verð á námskeið kr. 10.000– fyrir skuldlausa félagsmenn JÍ, en kr. 15.000 fyrri aðra.

Hinir árlegu járningardagar Járningamanafélags Íslands verða haldir dagana 11.-12. nóvember n.k. að Völlum Ölfusi, reiðhöll Eldhesta.

Dagskrá:

Laugardagurinn 11. Nóv.:

10:00 – 12:30 Sýnikennsla og fyrirlestur

12:30 – 13:15 Matarhlé (hádegismatur innifalinn í verði)

13:15 – 15:00 Sýnikennsla og verklegar æfingar

15:00 – 15:30 Kaffi og spjall

15:30 – 18.00 Verklegar æfingar

18:00 – 19:00 Kvöldmatur (Þarf að panta og greiðist sér)

19:00 – 20:00 Aðalfundur Járningamannafélags Íslands

Sunnudagurinn 12. Nóv.

10:00 – 12:00 Verklegar æfingar / smíði

12:00 – 13:00 Matarhlé (hádegismatur innifalinn í verði)

Leiðbeinandi á námskeiðinu og dómari á Íslandsmótinu er Daniel van der Bilj.

Daniel er vel þekktur járningamaður í heimalandi sínu Svíþjóð, en hefur einnig unnið sem járningamaður víða um heim m.a. á Íslandi, Noregi, Indlandi og Tanzaníu. Daniel er vanur fyrirlesari og kennari. Hann hefur m.a, kennt við járningadeildir sænsku ríkisháskólana Wången og Strömsholm og vann einnig um tíma sem járningamaður á dýraspítalanum í Strömsholm.

Daniel hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín, unnið til verðlauna á mótum og hlaut titilinn ”Járningamaður ársins” í Svíþjóð árið 2012.

Skráning: jarningamenn@gmail.com opið til 10. október!

Þátttökugjald: Greiðist inn á reikningsnúmer 310-26-006111, kt.611106-0760. Sendið staðfestingu á netfangið jarningamenn@gmail.com

Skránin á Íslandsmót í járningum: Á jarningamenn@gmail.com eða á staðnum laugardaginn 11. nóv.