mánudagur, 22. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jakob valinn Íþróttamaður Dreyra 2009

21. desember 2009 kl. 13:05

Jakob valinn Íþróttamaður Dreyra 2009

Stjórn hestamannafélagsins Dreyra hefur valið Jakob Svavar Sigurðsson sem  íþróttamann félagsins fyrir árið 2009.
Dreyri  tilnefndi   Jakob einnig í fyrra og náði hann 3. sæti í kjöri  um íþróttamann Akraness 2008.  Í ár hefur Jakob ekki setið auðum höndum frekar enn  fyrri ár og hefur náð mjög góðum árangri bæði í  gæðingakeppni, hestaíþróttum og svo  í sýningum kynbótahrossa.  Þar hefur hann verið í  hitunni meðal allra bestu knapa Íslands enda er ljóst að í þeim hópi er  Jakob búinn að festa sig í sessi með  frábærum árangri. 

Hér fyrir neðan má sjá samantekt yfir árangur Jakobs.

Meistaradeild VÍS:
1. sætið í gæðingafimi á Auð frá Lundum II.  8,25.
2. sætið í fjórgangi á Auð frá Lundum II. 7,73
8. sæti í heildarstigakeppni  VÍS ( 9 keppnisgreinar)
Keppnisréttur  í  Meistaradeildinni fyrir  árið 2010

Vetrarmót Grana á Hvanneyri.
3.sæti í fjórgangi á Hæringi frá Litla Kambi.
1.sæti í tölti á Prinsessu frá Birkihlið.

Gæðingamót Fáks í Víðidal.
1.sæti  í 100 m skeiði á Fellingu frá Hákoti.
2.sæti í B-flokki  á Kaspar frá Kommu.

Íþróttamót Faxa á Miðfossum
1.sæti í fimmgangi  á Verði frá Árbæ, 7,38
1.sæti  í töli á Gíg frá Hvítanesi, 7,57

Gæðingakeppni Dreyra
1.sætið í B-flokki gæðinga á Kaspar frá Kommu. 8,61
Kaspar  valinn glæsilegasti hestur mótsins.
 

Gæðingamót Faxa.
1.sæti í B-flokkur á Hæring frá Litla-Kambi
2.sæti í A-flokkur á Blæ frá Hesti. -  Blær valinn glæsilegasti hestur mótsins
 

Íþróttamót Snæfellings á Kaldármelum.
1.sæti í tölti á Gíg frá Hítarnesi,  7,50


Fjórðungsmót Vesturlands á Kaldármelum
2. sæti í B-flokki gæðinga á Kaspar frá Kommu. 8,75
2.sæti í A-flokki gæðinga á Blæ frá Hesti.  8,54


Kynbótahross á FM:
1.sæti í 4v stóðhestar á Asa frá Lundum II,  Ae: 8,41  (ath. aðeins einni kommu frá heimsmeti!)
4. sæti í 4v stóðhesta á Stikli frá Skrúð, 8,08
5. sæti í 4v stóðhestar  á Þyt frá Skáney 8,02
3.sæti  5v hryssur  á Þórdísi á Leirulæk 8,13
2. sæti 6v hryssur á Þernu frá Spágilsstöðum,  8,18


Íslandsmótið í Hestaíþróttum á Akureyri
5.sæti í fimmgangi á Verði frá Árbæ, 7,40
8.sæti í gæðingaskeið á Fellingu frá Hákoti.
 

Íþróttamót Þyts á Hvammstanga
1.sæti í fimmgangi  á Verði frá Árbæ, 7,29
1.sæti í tölti á Gíg frá Hvítanesi, 8,11.


Íþróttamót Dreyra, Æðarodda

1.sæti í fimmgangi á Verði frá Árbæ 7,26
 
2 tilnefningar   til knapaverðlauna 2009 á Uppskeruhátíð Landssambands Hestamanna:
(tilnefnt af hestafréttamiðlum og BÍ):
Kynbótaknapi ársins
Gæðingaknapi ársins


Kynbótasýningar
Jakob sýndi 69 kynbótahross á árinu og fengu 35 þeirra  8.00 eða hærra í aðaleinkunn, sem  er  mjög góður árangur.  Stóðhesturinn Kaspar frá Kommu fékk sem dæmi 10 fyrir brokk í höndum Jakobs en slíkar einkunnir eru afar fátíðar.

Að ofantöldu má glöggt sjá að árangur Jakobs er  afar góður og eftirtektarverður.  Leggja ber áherslu á það að í heimi hestamanna  á lands vísu ber nafn Jakobs ávallt upp með jákvæðri ímynd og er hann talinn  með í hópi bestu knapa landsins.

Eiðfaxi óskar Jakobi innilega til hamingju með frábæran árangur á árinu.