föstudagur, 19. október 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ístölt Suðurlands næsta laugardag

9. mars 2011 kl. 21:51

Ístölt Suðurlands næsta laugardag

Ákveðið hefur verið að halda Ísmót Suðurlands næstkomandi laugardag, 12. mars, í Gljánni í Þykkvabæ.

Veðurspá fyrir vikuna gefur tilefni til að ætla að ísinn verði traustur og veðrið gott.

 

Keppt verður í A- og B-flokki gæðinga ásamt tölti.

Í tölti verða fjórir flokkar: Opinn flokkur, Bændatölt, Frúartölt og Tölt unga fólksins (16 ára og yngri)

 

Eins og á síðasta ári verða vinningar hagkvæmir og glæsilegir.

Skráning fer fram á föstudag (til miðnættis) á netfangið elka@simnet.is

Skráningagjald er 2.000 kr. á hest.

Upplýsingar í síma 822-2223.