laugardagur, 20. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslenski ferðahesturinn skaffar 20 milljarða

Jens Einarsson
23. júlí 2009 kl. 08:57

Árið 1950 komu um það bil 5000 erlendir gestir til Íslands. Árið 2008 voru þeir um 500 þúsund. Gestafjöldinn hefur því hundraðfaldast á sex áratugum. Gert er ráð fyrir að fjöldi erlendra gesta verði um 850 þúsund árið 2012. Í skýrslu sem nefnd á vegum LH vann fyrir samgönguráðuneytið 2003 kemur fram að 20% erlendra ferðamanna hafi farið í hestaferðir. Þá voru erlendir ferðamenn um 300 þúsund. Leiddar eru líkur að því í skýrslunni að gjaldeyristekjur af hestatengdri ferðaþjónustu hafi verið 7,5 milljarðar króna árið 2001. Framreiknuð er sú upphæð tæpir 12 milljarðar. Miðað við að erlendum ferðamönnum sem tengja má við íslenska hestinn hafi fjölgað úr 60 í 100 þúsund gætu gjaldeyristekjurnar verið allt að því 20 milljarðar. Samkvæmt spám á sú tala eftir að hækka umtalsvert næstu árin.

______________________________

Sjá nánari umfjöllun um hesta, reiðmennsku og hestamenn í mánaðarritinu Hestar og hestamenn sem fylgir Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á vefnum. Hægt að óska eftir lykilorði og áskrift á vefnum.