mánudagur, 20. maí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslendingar eru hestaþjóð

Jens Einarsson
9. desember 2010 kl. 13:28

Eina verkkunnáttan sem hefur viðhaldist

„Við Íslendingar erum fyrst og fremst hestaþjóð, við erum ekki siglingaþjóð. Eina verkkunnáttan sem hefur viðhaldist er umgengni við hesta, þetta er þúsund ára arfur. Við erum allavega ekki bankafólk eða verslunarmenn,“ segir Benedikt Erlingsson, sem nú undirbýr sig fyrir gerð bíómyndar sem mun fjalla um samskipti manna og hesta. Í frétt á www.visir.is segir Benedikt að umrædd mynd kosti um tvö hundruð milljónir í framleiðslu og tökur muni hefjast næsta vor. Benedikt verður leikstjóri myndarinnar. „Þetta eru miklar og dramatískar frásagnir sem fjalla um samskipti manna og hesta og hvernig mannfólkið reynir að beisla náttúruna. Og þær enda annaðhvort með dauða knapans eða hrossins,“ segir Benedikt.