sunnudagur, 21. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

ÍM 2010 staða í tölti eftir 50 keppendur

27. ágúst 2010 kl. 13:22

ÍM 2010 staða í tölti eftir 50 keppendur

Áfram heldur töltkeppnin og nú hafa 50 keppendur lokið sýningum. Staðan breytist stöðugt og má segja að keppnin sé bæði hörð og spennandi. 

Í efsta sætinu eru Viðar Ingólfsson og Tumi frá Stóra Hofi með 8,50 en í öðru sæti eru Sigurður Sigurðarson og Kjarnorka frá Kálfholti með 8,10 og Snorri Dal og Hlýr í því þriðja með 7,89. Sara Ástþórsdóttir og Díva frá Álfólum áttu stórgóða sýningu og blönduðu sér nokkuð óvænt í toppbaráttuna, þarna er greinilega par á ferðinni sem á eftir að ná langt.
Þó Viðar hafi nokkuð örugga forystu er má klárlega ekkert út af bera því bæði Sigurður og fleiri verða til alls líkleg í úrslitum. Nú verður gert matarhlé en svo mæta síðustu 10 keppendur til leiks áður en að tekið verður til við B úrslit.
 
1. Viðar Ingólfsson og Tumi frá Stóra Hofi 8,50
2. Sigurður Sigurðarson og Kjarnorka frá Kálfholti 8,10
3. Snorri Dal og Hlýr frá Vatnsleysu 7,73
4. Sara Ástþórsdóttir og Díva frá Álfhólum 7,70
5-6 Hulda Gústafsdóttir og Sveigur frá Varmadal 7,67
5-6 Eyjólfur Þorsteinsson og Klerkur frá Bjarnarnesi 7,67