sunnudagur, 21. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

ÍM 2010 A úrslit í fimmgangi

28. ágúst 2010 kl. 17:46

ÍM 2010 A úrslit í fimmgangi

Síðasta atriði Íslandsmóts var að ljúka það er A úrslitum í fimmgangi, nokkrar breytingar urðu á sætum og það gerðist aftur að sá hestur er kom upp úr B úrslitum næði að vinna sig upp í annað sætið þegar gömlu kempurnar Stefán Friðgeirsson og Dagur frá Strandarhöfði náðu öðru sætinu verðskuldað. En ótvíræður sigurvegari og Íslandsmeistarar í fimmgangi urðu Hinrik Bragason og Glymur frá Flekkudal, Glymur er óvenju glæsilegur hestur, hann er stór og verklegur með mikið fax og útgeislun sem dregur augu áhorfenda að sér með allar gangtegundir eru hreyfingamiklar og rúmar.

Í þriðja sæti varð Sigurbjörn Bárðarson með Stakk frá Halldórsstöðum,  Stakkur var að sjá í góðu formi og fetaði betur en oft áður og skeiðsprettirnir kraftmiklir og fallegir.
 
Fimmgangur
 
1   Hinrik Bragason / Glymur frá Flekkudal 8,16
2   Stefán Friðgeirsson / Dagur frá Strandarhöfði 7,92
3   Sigurbjörn Bárðarson / Stakkur frá Halldórsstöðum 7,82
4   Sólon Morthens / Frægur frá Flekkudal 7,50
5   Anna S. Valdemarsdóttir / Lúkas frá Hafsteinsstöðum 7,40
6   Þórarinn Eymundsson / Seyðir frá Hafsteinsstöðum 7,13