þriðjudagur, 11. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hvernig lærir hesturinn?

Óðinn Örn Jóhannsson
24. október 2017 kl. 13:28

Eðli og atferli hestsins.

Í samskiptum hver við annan styðjast hestar mjög mikið við líkamstjáningu.

Þegar að kenna á hestinum nýja hegðun þarf að hafa í huga að hann lærir í gegnum umbun.  Það er að segja, áreiti er sett á hestinn, hann svarar eins og til var ætlast og þá verður áreitið að hætta.  Tökum dæmi: Markmiðið er að stoppa hestinn.  Knapinn hættir að fylgja hreyfingum hestsins, hallar sér jafnvel örlítið aftur, notar hljóðmerki og tekur í taumana.  Hesturinn bregst við þessu áreiti með því að stoppa og knapinn sest í upprétta stöðu aftur, gefur eftir taumana = áreitið tekið af.  Í fyrsta sinn sem hesti er kennt að stoppa getur tekið svolítinn tíma fyrir hann að skilja, en með endurtekningunni og skýrum skilaboðum knapans verður hesturinn sífellt fljótari að bregðast við og framkvæmir verkefnið betur með hverju skipti.  Umbunin þarf ekki að vera í formi fóðurs, klapps eða hlýrra orða frekar en við viljum.......

Þetta er hluti af grein eftir Rósu Birnu Þorvaldsdóttur reiðkennara sem hægt er að lesaí nýjasta tölublaði Eiðfaxa.