laugardagur, 20. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hrossaútflutningur eykst

22. maí 2009 kl. 09:14

487 hross seld til 13 landa á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs

Ívið fleiri hross voru seld til útlanda fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2008 voru 473 hross seld til 11 landa. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs voru seld 487 hross til 13 landa.

Þau lönd sem bætast við í ár eru Færeyjar með 5 hross, og Ítalía með 1 hross.

Kippur hefur orðið í sölu hrossa til Þýskalands og hefur það þar með endurnýjað gamla forystu. Þangað hafa nú verið seld 143 hross. Svíþjóð, sem hefur verið stærsta útflutningslandið í mörg ár, er með 111 hross. Danir hafa keypt heldur færri hross en í fyrra og eru með 97 hross í staðinn fyrir 126 á sama tímabili í fyrra.

Hlutfall A-vottaðra hrossa hefur aukist. Af þeim hrossum sem seld höfðu verið út fyrstu fjóra mánuðina í fyrra voru 20% með A-vottun, en í ár eru þau tæp 27%, miðað við sama tímabil. Fjórtán 1. verðlauna kynbótahross voru flutt út fyrstu fjóra mánuðina, níu stóðhestar og sex hryssur.

Sjö eru með 8,20 og hærra í aðaleinkunn. Þar á meðal eru stóðhestarnir Glymur frá Sauðárkróki (8,39, Taktur frá Tjarnarlandi (8,37), Straumur frá Sauðárkróki (8,37), Kjarkur frá Egilsstaðabæ (8,29, og Heikir frá Álfhólum (8,21). Einnig er farinn utan Höfði frá Snjallsteinshöfða 2, en kaupandi hans er töltmeistarinn Jóhann Skúlason.