föstudagur, 19. október 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hrossaræktarfélag Flóahrepps

Óðinn Örn Jóhannsson
4. desember 2017 kl. 14:09

Folaldsýning Hrossaræktarfélags Hraungerðishrepps

Stofnfundur í Þingborg 7. desember 2017

Eftir fund verður boðið upp á kaffiveitingar.

Nýja Hrossaræktarfélagið er ætlað að taka við verkefnum eldri hrossaræktarfélaga í hreppnum.

Við hvetjum alla, jafnt unga sem aldna, til að mæta á fund og verða þar með stofnfélagar í nýju Hrossaræktarfélagi Flóahrepps.

Á fundinum mun undirbúningsnefnd leggja fram tillögu að bráðabirgðastjórn sem mun starfa fram að fyrsta aðalfundi félagsins, en hann mun fara fram í byrjun næsta árs. Við óskum hér með eftir fólki sem hefur áhuga á að taka sæti í þessari fyrstu stjórn nýs félags. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við formenn eldri hrossaræktarfélaga fyrir 4.desember næstkomandi. Þar sem búið verður að stilla upp bráðabirgðastjórn fyrir fundinn þarf enginn að óttast það að vera kosinn óvænt í stjórn.

 

Kynning á stofnskrá/Lög fyrir Hrossaræktarfélag Flóahrepps, verður hægt að sjá á heimasíðu.

http://hross.weebly.com/

Undirbúningsnefnd

Drög að lögum Hrossaræktarfélags Flóahrepps

11/30/2017

Stofnskrá/Lög fyrir Hrossaræktarfélag Flóahrepps. 

1.grein.

Nafn félagsins er Hrossaræktarfélag Flóahrepps.  Heimili félagsins og varnarþing er í Flóahreppi.  Starfssvæði félagsins er Flóahreppur.

2.grein.

Félagsmenn geta þeir orðið sem stunda hrossarækt og hestamennsku á starfssvæði félagsins.  Ekki er hægt að ganga  í félagið, nema vera skuldlaus við félagið.

Nýir félagar eru bornir upp til samþykktar stjórnar. 

3.grein.

Tilgangur félagsins er að efla og auka áhuga á hrossarækt á félagssvæðinu t.d. með sýningum, fræðsluferðum eða öðrum mannfagnaði s.s. fræðsluerindum.

Félagið standi fyrir öflugu og virku fræðslu- og útbreiðslustarfi um hrossarækt og hestamennsku, ýmist í samstarfi við önnur svipuð félög eða eitt og sér. Og þannig hvetja félagsmenn sína til stunda hrossarækt af metnaði og krafti.

4.grein.

Aðalfundur fer með æðsta vald félagsins og skal hann haldinn eigi síðar en 1.apríl ár hvert.

Aðalfund skal boða skriflega með minnst 7 daga fyrirvara.  Á aðalfundi gilda almenn fundarsköp.  Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa þeir sem eru skráðir í félagið og eru skuldlausir við félagið.   Fundur er lögmætur ef 1/6 -einn sjötti hluti- lögmætra félagsmanna sækir hann. Sé fundur ekki lögmætur, má boða til hans á ný á venjulegan hátt, og er hann þá lögmætur án tillits til tölu fundarmanna.

Á aðalfundi skulu þessi mál tekin til meðferðar:

Kosning fundarstjóra og fundaritara.

Skýrsla stjórnar.

Endurskoðaðir ársreikningar félagsins lagðir fram.

Umræður og afgreiðsla á skýrslu stjórnar og ársreikningum.

Upphæð félagsgjalds ákveðin. Inntaka nýrra félaga.

Lagabreytingar, sé þeirra getið í fundarboði.

Kosning stjórnar samkvæmt 5.gr. laga þessara.

Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga samkvæmt 5.gr. laga þessara.

Verðlaunaafhendingar, sé þeirra er getið í fundarboði.

Önnur mál.

5.grein.

Stjórn félagsins skipa fimm menn og tveir til vara.  Stjórnin skal kosin á aðalfundi. Kosningu skal haga þannig að formaður sé kosinn til tveggja ára í senn. Aðrir í stjórn skulu kosnir til tveggja ára og skulu þeir úr sínum hópi velja varaformann, gjaldkera, ritara og meðstjórnanda í samráði við formann. Annað árið skal kjósa formann og tvo stjórnarmenn, en hitt árið tvo stjórnarmenn.

Ef fleiri en einn hafa verið kosnir sem aðalmenn sama árið,  skal hlutkest ráða hver gengur úr stjórn.

Kjósa skal tvo varamenn í stjórn árlega.

Stjórn skiptir með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi eftir samkomulagi og skal halda hann sem fyrst.

Stjórnarmaður sem setið hefur í stjórn heilt kjörtímabil getur ef hann óskar eftir því, neitað endurkjöri næsta kjörtímabil. Hámarkseta aðalmanns í stjórn skal  ekki vera lengri en tvö kjörtímabil samfleytt.

Aðalfundur kýs einn skoðunarmann reikninga og annan til vara.

6.grein.

Stjórn ræður málefnum félagsins milli aðalfunda, hún hefur umsjón með fjárreiðum félagsins og ber ábyrgð á þeim.  Einstakir stjórnar- og félagsmenn verða þó aldrei persónulega ábyrgir fyrir skuldbindingum félagsins, nema þeir hafi farið út fyrir umboð sitt.  Meirihluti atkvæða ræður innan stjórnarinnar sé ágreiningur um afgreiðslu mála.

Aukafundi skal kalla saman ef 10 félagar óska þess skriflega.  Alla boðunar- og tilkynningafresti til aukafundar má hafa helmingi styttri en til reglulegs aðalfundar.  Rétt til setu á aukafundi hafa allir skráðir félagsmenn.  Á aukafundi má ekki gera lagabreytingar.  Að öðru leiti gilda almenn fundarsköp.

7.grein.

Formaður boðar til stjórnarfunda, sem halda skal svo sem þurfa þykir.  Stjórnarfundi skal boða til með þriggja daga fyrirvara sé þess kostur. Stjórnarfund skal einnig halda ef í það minnsta tveir stjórnarmenn krefjast þess.  Stjórnarfundur er löglegur og ályktunarbær ef löglega er til hans boðað og meirihluti stjórnarmanna sækja fundinn.  Gerðir stjórnarinnar skulu bókfærðar.

8.grein.

Tekjur félagsins skulu vera:

Félagsgjöld samkvæmt ákvörðun aðalfundar. Gjalddagi félagsgjalda er fyrir 1.apríl ár hvert.

Aðrar tekjur.

9.grein.

Reikningsár félagsins er almanaksárið.  Reikningarnir skulu endurskoðaðir af  skoðunarmönnum sem aðalfundur kýs.

10.grein.

Lögum félagsins má breyta á aðalfundi með samþykki 2/3 hluta atkvæða.  Tillögur til lagabreytinga skulu kynntar í fundarboði.

11.grein.

Komi fram tillaga um slit félagsins skal fara með hana eins og lagabreytingartillögu.  Þó fæst hún eigi afgreidd nema a.m.k. helmingur félagsmann mæti til aðalfundar.  Ef ekki næst tilskilin fundarsókn skal boða til framhaldsaðalfundar um tillöguna innan mánaðar.  Sá fundur getur afgreitt tillöguna án tillits til fjölda fundarmann.  Verði félagið lagt niður skal á sama fundi ráðstafa eignum þess í samræmi við tilgang félagsins.  Sé um eignir að ræða skulu þær ávaxtaðar á sem allra tryggilegastan hátt af Ungmennafélaginu Þjótanda þar til nýtt félag með sama tilgang verður stofnað innan starfssvæðis félagsins, renna þá eignirnar óskiptar til hins nýja félags. 

12.grein

Lög þessi voru þannig samþykkt á stofnfundi Hrossaræktarfélags Flóahrepps 07.12.2017.