sunnudagur, 17. febrúar 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hrossaræktarfélag Biskupstungna

Óðinn Örn Jóhannsson
24. janúar 2018 kl. 07:29

Aðalfundur og Uppskeruhátíð og Sviðaveisla

Miðvikudaginn 31. janúar kl 19:00 ætlar Hrossaræktarfélag Biskupstungna að halda  Aðalfund, Uppskeruhátíð og Sviðaveislu í  Friðheimum,  þar sem  þeir félagar sem lengst náðu í hrossarækt á árinu 2016 verða verðlaunaðir,  gestur  kvöldsins verður Jakob Svavar Sigurðsson heimsmeistari í tölti 2017.

Hann mun ræða um HM 2017 og áherslur í ræktunarstarfinu.

Dagskrá hefst kl 19.00 

Aðalfundur:

• Hefðbundin aðalfundastörf og kosningar

• Vetrardagskrá kynnt

Sviðaveisla:  Félagið býður í mat og drykk öllum að kostnaðarlausu

Uppskeruhátíð og verðlaunaafhendingar

Veitt verða verðlaun fyrir hæst dæmdu stóðhesta og hryssur ræktaðar af félagsmönnum, og hrossaræktarbú ársins er síðan verðlaunað.

•  Gestur kvöldsins:   Jakob Svavar Sigurðsson heimsmeistari í tölti

              Stjórnin