föstudagur, 19. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hrossarækt á Sumarsælu í Skagafirði

23. júní 2010 kl. 23:26

Hrossarækt á Sumarsælu í Skagafirði

Opnir dagar og fleira
Opnir dagar á hrossaræktarbúum milli kl:13:00 og 17:00 í vikunni 28. júní til 4. júlí:........

Ytra-Skörðugil Fimmtudagur
Vatnsleysa Föstudagur
Miðsitja Föstudagur og Sunnudagur
Syðra-Skörðugil Laugardagur og Sunnudagur
Hjaltastaðir Sunnudagur (Leðurvinnustofan opin alla vikuna)


Hrossaræktardagur á Vindheimamelum laugardaginn 3. júní kl: 10:00
Yfirlitssýning kynbótahrossa – ræktunarbússýningar – stóðhestar – grill og gaman

Hestamannateiti á Hótel Varmahlíð – laugardagskvöldið 3.júní
Hlaðborð – söngur – tilboð á gistingu

Þá verður boðið upp á miðnætursund í sundlauginni í Varmahlíð og dansleik í Miðgarði. Frekari upplýsingar um Sumarsælu í Skagafirði má finna á www.visitskagafjordur.is

Nánari upplýsingar um Hrossarækt á Sumarsælu eru kynntar inn á www.horse.is

Kynbótasýning á Vindheimamelum verður í gangi seinnipart vikunnar. Síðasti skráningardagur er á fimmtudag. Nokkur valinkunn hrossaræktarbú stefna á að vera með ræktunarbússýningar á Vindheimamelum á laugardeginum og verður það kynnt þegar nær dregur. Allt stefnir í stórskemmtilegan dag á Vindheimamelum laugardaginn 3. júlí.

Þeir sem vilja bætast í hóp þeirra sem verða með opinn dag, ræktunarbússýningu eða stóðhestakynningu – hafi samband við Eyþór Einarsson (862-6627 / ee@bondi.is)