miðvikudagur, 24. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hrossalitina ber að varðveita

Axel Jón Fjeldsted
24. mars 2010 kl. 10:20

Hafa sögulegt og peningalegt gildi

Íslenski hrossastofninn er að dökkna. Það er að segja: Brúnum, rauðum og jörpum hrossum hefur fjölgað verulega á kostnað ljósari lita. Þetta kemur fram í grein sem Páll Imsland, jarðfræðingur, ritar í Stóðhestablað Hesta&Hestamanna.

Árið 1916 lagði Sigurður Sigurðarson, þáverandi búnaðarmálastjóri, til að bændur fækkuðu hrossalitum, útrýmdu skjóttu, hreinsuðu burt litaafbrigði og fágæti. Árið 1920 voru 52% stofnsins dökk, samkvæmt skilgreiningu Páls, sem er afar einfölduð í greininni að hans eigin sögn. Árið 2007 eru 73% fæddra folalda dökk en aðeins 27% ljós. Þetta hlutfall má rekja beint til litastýringar í ræktuninni, að mati Páls.

Í greininni kemur einnig fram að hlutur ljósra hluta hefur þó aukist aftur, en hlutfall dökkra hrossa náði hámarki á árunum 1976-89. Þá voru þau 83% af stofninum og skjótt hross orðin fremur sjaldgæf. Páll veltir fyrir sér hvort ekki sé kominn tími til að endurskoða ræktun íslenska hestsins sérstaklega með tilliti til litanna, sem sé auður í stofninum. Verðmæti sem ber að varðveita. Litir séu einnig söluvara og hafi því einnig peningalegt gildi.