sunnudagur, 21. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Höfðingi fallinn frá - Höfði frá Húsavík -

17. maí 2010 kl. 10:09

Höfðingi fallinn frá - Höfði frá Húsavík -

Mikill höfðingi er fallinn frá. Margir muna eftir Höfða frá Húsavík, sem var kraftmikill alhliðahestur. Árið 1993 varð Sigurbjörn Bárðarson heimsmeistari í fimmgangi og gæðingaskeiði á Höfða og fjórði í 250m skeiði og þar með stigahæsti keppandinn.

Höfði var fæddur Gísla Haraldssyni á Húsavík árið 1982. Hann var undan Náttfarasyninum Berki frá Sandhólum (7.88) og Hrafnsdótturinni Vöku frá Brennigerði (8.21).

Síðustu árum ævi sinnar eyddi Höfði í góðu yfirlæti hjá Birgit Becker í Þýskalandi. "Ég verð ævinlega þakklát Sigurbirni og Fríðu konu hans fyrir að hafa eftirlátið mér Höfða eftir heimsmeistaramótið í Hollandi. Höfði var ekki aðeins frábær hestur heldur einnig stórbrotinn vinur minn," segir Birgit.