sunnudagur, 21. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

HM2009: Peyjarnir stóðu sig vel

Jens Einarsson
5. ágúst 2009 kl. 23:39

Peyjarnir okkar stóðu sig vel í forkeppni í fimmgangi. Valdimar Bergsstað á Orion frá Lækjarbotnum er í 18. sæti í röð og þriðji í ungmennflokki á eftir hinni sænsku Söndru Jonsson á Ara frá Öllstorp, sem er önnur. Teitur Árnason á Glað frá Brattholti er 19. í röð og í fjórða sæti. Efstur í ungmennaflokki er þjóðverjinn Jonas Hassel á Seifi frá Birkenhof.

Sýningar Valdimars og Teits voru báðar góðar. Þeir eru fyrirmyndar reiðmenn. Orion er sterkur á skeiðinu og fer þokkalega á fjórganginum. Glaður er flottur á fjórganginum og getur verið býsna góður á skeiði. Sérstaklega hvað varðar útfærsluna. Teitur var hins vegar óheppinn í dag. Fékk mikið klapp eftir fyrri sprettin, sem setti hestinn í uppnám, sem bitnaði á þeim seinni. En úrslitin eru eftir. Áfram strákar.