sunnudagur, 21. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

HM2009 í Sviss ? Mót fimmgangshestanna

Jens Einarsson
27. júlí 2009 kl. 08:32

HM2009 í Sviss verður mót fimmgangshestanna. Afar sterkir fimmgangskeppendur eru í íslenska liðinu.

Fyrstan skal þar nefna Þórarin Eymundsson á Krafti frá Bringu, sem er núverandi heimsmeistari í greininni. Rúna Einarsdóttir-Zingsheim á Frey frá Nordsternhof toppaði á þýska meistaramótinu fyrir skemmstu og á hæla henni kom enn einn íslenski liðsmaðurinn, Haukur Tryggvason á Baltasar frá Freyelhof. Daníel Jónsson kemur sterkur inn í fimmganginn á Tóni frá Ólafsbergi eftir að hafa unnið sér rétt í úrtöku og undirstrikað árangurinn með því að verða Íslandsmeistari í greininni.

Erlingur Ingvarsson gæti einnig gert góð hluti á Mætti frá Torfunesi. Þeir munu þó líklega gjalda þess að vera tiltölulega lítið kynntir í sportinu.

Sjá nánari umfjöllun um HM2009, sem fer fram eftir nokkra daga í Sviss, í mánaðarritinu Hestar og hestamenn sem fylgir Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á vefnum. Hægt að óska eftir lykilorði og áskrift á vefnum.