föstudagur, 19. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestar og hestamenn ? Jólablað komið út

17. desember 2009 kl. 09:34

Fjölbreytt og skemmtilegt efni um hesta og hestafólk

Jólablað Hesta og hestamanna er komið út. Blaðið er 32 síður og er sent út með Viðskiptablaðinu. Í H&H að þessu sinni er meðal annars viðtal við Agnar Snorra Stefánsson, knapa og hestamann frá Dalvík, sem rekur sinn eigin hestabúgarð í Danmörku.

Í Úttekt er fjallað um hvers vegna framúrskarandi alhliða stóðhestar fá oft á tíðum litla notkun, svo sem Geisli frá Sælukoti og Aris frá Akureyri. Einnig um úrvalshryssuna Svönu frá Neðra-Ási sem er móðir þeirra Magnúsar frá Dal og Victors frá Diisa. Sagt er frá ungri stúlku á Hellu sem hefur sett upp vísir að kaplamjólkurbúi á Ásmundarstöðum í Ásahreppi. Þá er einnig fjallað um Landsmótsstaði og velt fyrir sér hvers vegna svo margir vilja halda Landsmót.

Sagt er frá nýjum húsbændum á Ingólfshvoli, þeim Guðmundi Björgvinssyni og Evu Dyröy. Slegið er upp mynd af Bjarna Jónassyni, hestaíþróttamanni og kynbótaknapa Skagafjarðar. Rakinn ferill Arnar Karlssonar og Ölfushallarinnar. Bakgrunnur Braga frá Litlu-Tungu skoðaður, Ólafur Örn og Erna Guðrún Jóhannsdóttir á Skák heimsótt, spjallað við efnilegasta knapa ársins, Lindu Rún Pétursdóttur, rakin slóð nokkurra HM gæðinga, og fjallað um sæðingar hér heima og erlendis.

Hægt er að panta áskrift í síma 511-6622 eða á:www.hestaroghestamenn.is