laugardagur, 20. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestar og hestamenn, 2. tbl. komið út

26. júní 2009 kl. 08:04

Annað tölublað mánaðarritsins Hestar og hestamenn, sem fylgir með Viðskiptablaðinu, er komið út. Blaðið er 24 síður og stútfullt af áhugaverðu og skemmtilegu efni um íslenska hestinn, reiðmennsku, hestamannamót, stóðhesta, ferðalög á hestum, hestamenn og fleira.

Meðal efnis í blaðinu að þessu sinni er:

- Ítarleg umfjöllun í máli og myndum um sundreið yfir nokkur af stærstu vatnsföllum Suðurlands.

- Viðtal við tamningameistarann og keppnismanninn Sigurbjörn Bárðarson, sem vill varðveita íslenska reiðhefð.

- Fjórðungsmótið á Kaldármelum, sem haldið verður fyrstu dagana í júlí.

- Viðtal við Erling Sigurðsson, 67 ára gamlan ungling, sem á besta tíma ársins í 250 metra skeiði á Hnikari frá Ytra-Dalsgerði.

- Umfjöllun um Tenór frá Túnsbergi, sem braut blað í sögu hrossaræktar á Íslandi á dögunum þegar hann fékk 9,15 í meðaleinkunn fyrir hæfileika.

- Sagt frá hrossaræktinni á Kvistum og rætt við Kristjón L. Kristjánsson, bústjóra.

- Umfjöllun um landsliðið í hestaíþróttum, sem er nú hálfskipað.

- Sagt frá Kráki frá Blesastöðum, kynbótahest sem kemur sterkur inn.

- Sagt frá Illingi frá Tóftum, sem er hæst dæmdi stóðhestur ársins.

- Og margt fleira.

Blaðið Hestar og hestamenn berst öllum áskrifendum Viðskiptablaðsins. Þeim sem vilja gerast áskrifendur að Hestum og hestamönnum sérstaklega er bent á að hafa samband við Viðskiptablaðið í síma 511-6622.