sunnudagur, 21. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestakaupmenn leita hófanna

27. janúar 2010 kl. 15:56

Jóhann Skúlason kaupir Gröndal

Hestakaupmenn frá útlöndum hafa verið á ferð í janúar í leit að góðum og efnilegum kynbóta- og keppnishrossum. Bæði útlendingar, og Íslendingar búsettir á meginlandinu.

Ekki hafa H&H fengið neinar fregnir af stjórstjörnum sem skipt hafa um eigendur, en Jóhann Skúlason hefur fest kaup á efnilegum stóðhesti, Gröndal frá Blesastöðum, sem er undan Töfra frá Kjartansstöðum og Keilu frá Haga, Keilisdóttur frá Miðsitju. Gröndal er á fimmta vetur en ósýndur.

Þá er vitað að ýmsir hafa borið víurnar í stóðhestinn Grunn frá Grund, sem ku vera til sölu fyrir „rétt“ verð. Grunnur er undan Þóroddi frá Þóroddsstöðum og er með 8,47 í aðaleinkunn. Ekki hefur fengist uppgefið hvað „rétta“ verðið er, en svo hátt dæmdir hestar fara þó ekki undir 10 milljónum.