mánudagur, 22. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hervar frá Hamarsey sigraði folaldasýningu Sörla

14. mars 2010 kl. 09:31

Hervar frá Hamarsey sigraði folaldasýningu Sörla

Folaldasýning Sörla var haldin laugardaginn 13.mars, og tókst mjög vel. Dómari var Jón Vilmundarson og var 21 folald skráð til leiks. Tíu efstu folöldin fengu verðlaunapening og folatoll auk þess sem sigurvegarinn hlaut Þjórsárbakka-bikarinn glæsilega. Þrír folatollar voru boðnir upp og voru Sörlafélagar og fleiri duglegir í að bjóða í enda um tolla undir glæsilega stóðhesta að ræða; Arð frá Brautarholti, Fróða frá Staðartungu og Blæ frá Torfunesi.

 

Efstu folöldin voru glæsileg, þroskamikil og gangfalleg. Hervar frá Hamarsey varð efstur að stigum, undan Aroni og 1. verðlauna Keilisdóttir. Hervar sem er óvenju framfallegur, fótahár og bolléttur sýndi flotta takta, mikinn fótaburð og mýkt á gangi. Í öðru sæti varð jörp hryssa, Fjóla frá Kjarnholtum I, en Magnús Einarsson í Kjarnholtum kom að austan með skemmtilegt innlegg í sýninguna, enda hefur hann þróað sína sérstöku aðferðir við að stilla upp og reka til folöld sín. Fjóla var einstaklega mjúk og fjölhæf á gangi, hlutfallarétt og falleg hryssa. Fjóla var undan Keilissyninum Frumherja frá Kjarnholtum og Kolskeggsdótturinni Heru frá Kjarnholtum.  Í þriðja sæti varð svo gullfallegur og ganggóður brúnn foli undan Alvari frá Brautarholti, Glaumur frá sama bæ. Alvar er undan Dalvari frá Auðsholtshjáleigu og einni mestu ræktunarhryssu Íslands, Öskju frá Miðsitju. Móðir Glaums er 1. verðlauna Stígsdóttirin Gæska frá Fitjum.

 

Myndir frá sýningunni eru inni á ljósmyndasíðunni Flickr undir linknum: http://www.flickr.com/photos/48365941@N07/

 

Úrslitin urðu eftirfarandi:

 

1. Hervar frá Hamarsey

    Brúnn

    Faðir: Aron frá Strandarhöfði

    Móðir: Hrund frá Árbæ

    Eigandi og ræktandi: Hrossaræktarbúið Hamarsey

    Folatollur í verðlaun: Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum

 

2. Fjóla frá Kjarnholtum

    Jörp

    Faðir: Frumherji frá Kjarnholtum

    Móðir: Hera frá Kjarnholtum

    Ræktandi og eigandi: Magnús Einarsson

    Folatollur í verðlaun: Galdur frá Grund

 

3. Glaumur frá Brautarholti

    Brúnn

    Faðir: Alvar frá Brautarholti

    Móðir: Gæska frá Fitjum

    Eigandi og ræktandi: Björn Kristjánsson

    Folatollur í verðlaun: Aladín frá Tjaldhólum

 

4. Bruni frá Brautarholti

    Rauðblesóttur

    Faðir: Hnokki frá Fellskoti

    Móðir: Ambátt frá Kanastöðum

    Eigandi og ræktandi: Snorri Kristjánsson

    Folatollur í verðlaun: Vígar frá Skarði

 

5. Víðir frá Hafnarfirði

    Brúnstjörnóttur, leistóttur

    Faðir: Hrafn frá Tjörn 2

    Móðir: Vör frá Ytri-Reykjum

    Eigandi: Topphross ehf

    Ræktandi: Snorri Rafn Snorrason

    Folatollur í verðlaun: Búri frá Feti

 

6. Þokkadís frá Hafnarfirði

    Grá

    Faðir: Arður frá Brautarholti

    Móðir: Toppa frá Hafnarfirði

    Eigandi og ræktandi: Salóme Kristín Jakobsdóttir og Jón Pálsson

    Folatollur í verðlaun: Jökull frá Staðartungu

 

7. Birta frá Gottorp

    Móálótt

    Faðir: Kjarni frá Þjóðólfshaga

    Móðir: Victoría frá Gottorp

    Eigandi og ræktandi: Einar Hjaltason

    Folatollur í verðlaun: Bjartur frá Sæfelli

 

8. Vordís frá Sæfelli

    Grá

    Faðir: Bjartur frá Sæfelli

    Móðir: Grá frá Krossi

    Eigandi og ræktandi: Jens Petersen

    Folatollur í verðlaun: Möttull frá Torfunesi

 

9. Smáradís frá Ragnheiðarstöðum

    Rauð

    Faðir: Orri frá Þúfu

    Móðir: Sif frá Prestsbakka

    Eigandi og ræktandi: Helgi Jón Harðarson

    Folatollur í verðlaun: Alvar frá Brautarholti

 

10. Kónguló frá Gottorp

    Rauðstjörnótt

    Faðir: Eldjárn frá Tjaldhólum

    Móðir: Þota frá Ármúla

    Eigandi og ræktandi: Einar Hjaltason

    Folatollur í verðlaun: Háski frá Hamarsey
--------------------------------------------------------------------------------