föstudagur, 19. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heppinn áskrifandi fékk hnakk í verðlaun

18. desember 2009 kl. 12:32

Heppinn áskrifandi fékk hnakk í verðlaun

Eiðfaxi hefur dregið í hinu árlega áskrifendahappdrætti sínu. Aðeins var dregið úr hópi skuldlausra áskrifenda. Það var Linda Rún Pétursdóttir, efnilegasti knapi ársins, sem kom til okkar á skrifstofu Eiðfaxa og dró út nafn eins heppins áskrifanda.

Nafn Jóns Gíslasonar á Hofi í Vatnsdal, kom upp og hlýtur hann glæsilegan Hilbar hnakk í verðlaun.

Starfsfólk Eiðfaxa óskar Jóni innilega til hamingju nýja hnakkinn. Það borgar sig að vera áskrifandi!


Vinningshafinn:
Jón Gíslason
Hofi í Vatnsdal
541 Blönduós