þriðjudagur, 11. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heppin með ræktunarhryssur

Óðinn Örn Jóhannsson
25. október 2017 kl. 13:34

Anna Dóra og Jón Bjarni á Bergi.

Hrossaræktin á Bergi í Eyrarsveit hefur vakið athygli að undanförnu.

Í upphafi ræktunar þeirra á Bergi voru hryssur eins og Toppa frá Hömluholti og Dimma frá Grund sem báðar gáfu eitt afkvæmi rétt við fyrstu verðlaun. Það er svo árið 1997 sem þau kaupa hryssuna Orku frá Viðvík í Skagafirði. „Ég sá þessa hryssu þegar ég var í heimsókn hjá Kára Ottóssyni í Viðvík og heillaðist algerlega af henni. Hún var mikið heillandi, fext og svipmikil.  Það tók mig tíma að sannfæra fyrri eiganda um að selja mér hana en það tókst að lokum“ segir Jón og segir hana hafa verið níu vetra þegar að hann eignaðist Orku. „Orka hefur reynst okkur vel í ræktuninni en hún hefur gefið þrjú afkvæmi með 1.verðlaun, en það sem erfist líka sterkt frá henni er þessi útgeislun sem hún hafði. Hún erfir líka þætti sem okkur þykja verðmætir eins og fótahæð og léttan bol“ segir Jón og bætir við að Orka hafi verið tamin í tvo vetur og sýnd í ágæt önnur verðlaun.......

Þetta er hluti af viðtali við Jón Bjarna og Önnu Dóru sem hægt er að lesaí nýjasta tölublaði Eiðfaxa.