þriðjudagur, 21. maí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heillandi Hafsteinn

Óðinn Örn Jóhannsson
8. júlí 2018 kl. 16:00

Hafsteinn frá Vakursstöðum í úrslitum á LM2018.

Úrslit í A-flokki gæðinga var lokaatriðið á LM2018.

Það voru sterk úrslit í A-flokki gæðinga sem var að ljúka rétt í þessu þrátt fyrir að þó nokkrir gæðingar sem vonir voru bundnar við hafi fallið út í forkeppni og milliriðlum.

Svo fór að Hafsteinn frá Vakursstöðum og Teitur Árnason höfðu sigur. "Þetta var bara gaman og alveg geggjað. Hafsteinn er í stöðugri framþróun og hefur engin takmörk. Það er miklu frekar ég sem þarf að stilla þetta af hjá okkur," sagði sigurvegarinn að lokum.

Niðurstöðurnar eru sem hér segir:

Sæti Keppandi Heildareinkunn

1 Hafsteinn frá Vakurstöðum / Teitur Árnason 9,09

2 Atlas frá Lýsuhóli / Jóhann Kristinn Ragnarsson 8,84

3 Villingur frá Breiðholti í Flóa / Sylvía Sigurbjörnsdóttir 8,82

4 Krókus frá Dalbæ / Sigursteinn Sumarliðason 8,82

5 Nói frá Stóra-Hofi / Daníel Jónsson 8,78

6 Nói frá Saurbæ / Sina Scholz 8,77

7 Sjóður frá Kirkjubæ / Eyrún Ýr Pálsdóttir * 8,58

8 Roði frá Lyngholti / Árni Björn Pálsson 8,52