mánudagur, 10. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Haustskýrsluskil 2017

Óðinn Örn Jóhannsson
9. nóvember 2017 kl. 08:19

Standa nú yfir á www.bustofn.is

Haustskýrsluskil 2017 standa nú yfir á www.bustofn.is

Ágæti eigandi/umráðamaður búfjár

Matvælastofnun vekur athygli á að haustskýrsluskil fyrir árið 2017 standa nú yfir. Í samræmi við lög um búfjárhald nr. 38/2013 skulu umráðamenn/eigendur búfjár skila inn haustskýrslu um búfjáreign, fóður og landstærðir fyrir 20. nóvember. Skrá skal haustskýrslu á rafrænu formi í gegnum gagnagrunninn Bústofn.

Aðgangur að haustskýrslu fæst með rafrænum skilríkjum eða kennitölu og Íslykli. Nánari upplýsingar um Íslykil má nálgast hér.  

Þeir sem ekki hafa tök á því að skila sjálfir í gegnum Bústofn stendur til boða þjónusta Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) við skil á haustskýrslu. Fyrir þá þjónustu er innheimt samkvæmt gjaldskrá RML.

 

This is a reminder that your autumn livestock report is now accessible on www.bustofn.is. Deadline for individuals to file their autumn report is November 20th 2017