mánudagur, 18. júní 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hátt í 200 hross kepptu

odinn@eidfaxi.is
11. september 2017 kl. 09:08

Eyjólfur og Blær Miðsitju.

Sænskameistaramótið í Gæðingakeppni

Þá er stórglæsilegu gæðingameistarmóti lokið á Margarethehofi í Svíþjóð hjá Montan fjölskyldunni. Aðstaðan þar er alveg frábær að mati áhorfenda og keppenda, en þar var engu til sparað að fólki og hestum líði vel. 

Frábærir hestar og skemmtilegt mót. Um 200 hross sem hófu keppni í ýmsum greinum og það er greinilegt ad áhuginn fyrir þessu keppnisformi er að aukast.

Margir sænskir þátttakendur segja að það sé stemmningin, einfaldleikinn og skilningur á hvað sé góður reiðhestur geri það að verkum að fleiri vilji vera með i þessari keppni. Keppt var i hefðbundnum keppnisgreinum i gæðingakeppni eins og A og B flokki, barna og unglingakeppni og 2 nýjum keppnisgreinum sem félagar i gædingadómarafélaginu á íslandi hafa verið að þróa  Gæðingatölt og Gæðingaskeið, Seinna i september verður haldið nýdómaranámskeið i Svíþjóð þar sem íslenskir dómarar koma og halda.  Vona menn að á Norðulandamótinu á næsta ári sem haldið verður á Margarethehofi verði gæðingakeppni til staðar, en ekkert hefur þó verið ákveðið enn þá. 

Helstu ùrslit:

A- Flokkur

Finnur Bessi Svavarsson [Vuxen] [Bjarg Islandshästförening] - Kristall frá Búlandi 8,884

B flokkur 

163 Eyjólfur Thorsteinsson [Vuxen] [Landi Islandshästförening] - Háfeti frá Úlfsstöðum 9,171

Gæðingaskeið þar sem dæmdur er vilji og fegurð í reið:

Hrafnkell Karlsson [Vuxen] [Ofeigur Islandshästförening] - Lækur frá Efsta-Seli 8,554

Gæðingatölt

Ulrika Backan [Vuxen] - Nátthrafn frá Dallandi 8,675