

Það var mikil stemning á áhorfendapöllunum í Skautahöllinni í Laugardalnum í kvöld. Ístölt "Þeirra allra sterkustu" var haldið af miklum myndarskap landsliðsnefndar LH og rann ágóðinn af mótinu til íslenska landsliðsins í hestaíþróttum.
Það var hefðbundið form á kvöldinu. Byrjað var á forkeppni úrvalstöltara á ísnum og í hléi og á eftir B-úrslitum fengu áhorfendur að sjá nokkra af heitustu stóðhestum landsins.
Eftir forkeppnina var það Halldór Guðjónsson í Dal sem stóð efstur með Nátthraf frá Dallandi. Þeir félagar sigruðu Ístöltið í fyrra og áttu því titil að verja. Sem þeir og gerðu. Það var bóndinn í Pulu, Daníel Jónsson sem sigraði B-úrslitin á stóðhestinum Fonti frá Feti og áttu þeir fína sýningu í A-úrslitunum og enduðu í 5.sæti. Þórdís Erla Gunnarsdóttir fór beint í A-úrslit á hryssunni Ösp frá Enni og hafa þær stöllur nú skipað sér í röð fremstu töltpara landsins. Í fjórða sæti varð Lena Zielinski á Golu frá Þjórsárbakka. Gola er orðin reynd og sterk tölthryssa og einnig sterk í fjórganginum. Það var Sigurður bóndi Sigurðarson í Þjóðólfshaga sem varð að gera sér annað sætið að góðu á gæðingshryssunni Kjarnorku frá Kálfholti, því Halldór fór sem fyrr segir með sigur af hólmi á Nátthrafninum.
Áhorfendur fengu að sjá glæsilegar sýningar, enda fóru háu tölurnar á loft. Nátthrafn fékk til að mynda 9,5 frá nokkrum dómurum fyrir hægt tölt.
Stóðhestakynningarnar voru mjög skemmtilegar. Bæði voru sýndir klárhestar og alhliðahestar í röðum stóðhesta og sýndu þeir sig mjög vel og höfðu áhorfendur gaman að kynningunni. Þeir sem sýndir voru voru Arnoddur frá Auðsholtshjáleigu, Loki frá Selfossi, Héðinn frá Feti, Aron frá Strandarhöfði, Ómur frá Kvistum, Klerkur frá Bjarnanesi, Fróði frá Staðartungu og Tenór frá Túnsbergi.
A-úrslit
1. Halldór Guðjónsson / Nátthrafn frá Dallandi 9,22
2. Sigurður Sigurðarson / Kjarnorka frá Kálfholti 8,83
3. Lena Zielinski / Gola frá Þjórsárbakka 8,78
4. Þórdís Erla Gunnarsdóttir / Ösp frá Enni 8,39
5. Daníel Jónsson / Fontur frá Feti 8,06
B-úrslit
5. Daníel Jónsson / Fontur frá Feti
6. Barbara Wenzl / Dalur frá Háleggsstöðum 7,83
7. Birna Káradóttir / Blæja frá Háholti 7,83
8. Snorri Dal / Helgi frá Stafholti 7,83
9. Sara Ástþórsdóttir / Díva frá Álfhólum 7,78
10. Erla Guðný Gylfadóttir / Erpir frá Mið-Fossum 7,67
11. Jakob Svavar Sigurðsson / Alur frá Lundum II 7,61
Forkeppni
Nafn knapa Félag Hestur Aðaleink.
1. Halldór Guðjónsson Hörður Nátthrafn frá Dallandi 8,63
2. Lena Zielenski Geysir Gola frá Þjórsbakka 8,50
3. Sigurður Sigurðarson Geysir Kjarnorka frá Kálfholti 8,27
4. Þórdís Gunnarsdóttir Fákur Ösp frá Enni 8,07
5. Þorvaldur Árni Þorvaldsson Ljúfur Losti frá Strandarhjáleigu 8,03 - dró sig úr keppni
6. Daníel Jónsson Geysir Fontur frá Feti 7,90
7. Barbara Wenzl Stígandi Dalur frá Háleggsstöðum 7,80
8. Jakob Sigurðsson Dreyri Alur frá Lundum 7,67
9. Birna Káradóttir Smári Blæja frá Háholti 7,63
10. Sara Ástþórsdóttir Geysir Díva frá Álfhólum 7,50
11. Snorri Dal Sörli Helgi frá Stafholti 7,50
12. Erla Guðný Gylfadóttir Andvari Erpir frá Mið-Fossum 7,50
13. Sigurbjörn Bárðarson Fákur Jarl frá Mið-fossum 7,37
14. Tryggvi Björnsson Þytur Bragi frá Kópavogi 7,33
15. Bylgja Gauksdóttir Andvari Grýta frá Garðabæ 7,27
16. Artemisia Bertus Sleipnir Flugar frá Litla-Garði 7,23
17. Viðar Ingólfsson Fákur Kliður frá Tjarnarlandi 7,17
18. Leó Geir Arnarsson Geysir Krít frá Miðhjáleigu 7,07
19. Arna Ýr Guðnadóttir Fákur Þróttur frá Fróni 7,03
20. Sara Sigurbjörnsdóttir Fákur Líf frá Möðrufelli 7,00
21. Tómas Örn Snorrason Fákur Alki frá Akrakoti 6,83
22. John Kristinn Sigurjónsson Fákur Reykur frá Skefilsstöðum 6,70
23. Linda Rún Pétursdóttir Hörður Gulltoppur frá Leirulæk 6,53
24. Valdimar Bergstað Fákur Leiknir frá Vakursstöðum 0,00 - hætti keppni
25. Sigursteinn Sumarliðason Sleipnir Borði frá Fellskoti 0,00 - afskráði
26. Guðmundur Björgvinsson Geysir Smyrill frá Hrísum 0,00 - afskráði