miðvikudagur, 24. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hafsteinn og Teitur halda toppsætinu

Elísabet Sveinsdóttir
5. júlí 2018 kl. 19:46

Gæðingurinn Hafsteinn frá Vakurstöðum og Teitur Árnason

Milliriðlum í A-flokki lokið.

Milliriðlum í A-flokki er lokið og óhætt er að segja að það stefni í harða baráttu hvort sem er í A- eða B-úrslitum. Hafsteinn frá Vakurstöðum og Teitur Árnason eru efstir með einkunina 8,89 og eru þeir búnir að halda toppsætinu það sem af er þessu móti. Atlas frá Lýsuhóli og Jóhann Kristinn eru í öðru sæti með einkunina 8,80 og Villingur frá Breiðholti í Flóa og Sylvía Sigurbjörnsdóttir eru þar skammt undan með einkunina 8,79. Svo mjótt er á munum að einn hundraðshluti skilur að sæti í A- og B-úrslitum og því má gera ráð fyrir spennandi keppni á laugardaginn þegar B-úrslit fara fram. Gæðingabikar LH er afhentur fulltrúum þess gæðings sem stendur efstur að loknum A-úrslitum og er það næsta víst að Hafsteinn og Teitur munu þurfa að eiga góðan dag til landa þeim verðlaunagrip á sunnudaginn kl. 15.15 þegar úrslitin fara fram. 

Heildarniðurstöður úr milliriðlum A-flokks:

Tímabil móts: 01.07.2018 - 08.07.2018

 

 

 

 

Sæti

Keppandi

Heildareinkunn

 

 

1

Hafsteinn frá Vakurstöðum / Teitur Árnason

8,89

 

 

2

Atlas frá Lýsuhóli / Jóhann Kristinn Ragnarsson

8,80

 

 

3

Villingur frá Breiðholti í Flóa / Sylvía Sigurbjörnsdóttir

8,79

 

 

4

Nói frá Stóra-Hofi / Daníel Jónsson

8,77

 

 

5

Sjóður frá Kirkjubæ / Teitur Árnason

8,76

 

 

6

Krókus frá Dalbæ / Sigursteinn Sumarliðason

8,75

 

 

7

Nói frá Saurbæ / Sina Scholz

8,73

 

 

8

Asi frá Reyrhaga / Guðmundur Björgvinsson

8,72

 

 

9-10

Óskahringur frá Miðási / Viðar Ingólfsson

8,71

 

 

9-10

Kolskeggur frá Kjarnholtum I / Daníel Jónsson

8,71

 

 

11

Byr frá Borgarnesi / Hinrik Bragason

8,69

 

 

12

Nagli frá Flagbjarnarholti / Sigurbjörn Bárðarson

8,69

 

 

13

Roði frá Lyngholti / Árni Björn Pálsson

8,68

 

 

14

Narfi frá Áskoti / Jóhann Kristinn Ragnarsson

8,66

 

 

15-16

Karri frá Gauksmýri / Sigurður Sigurðarson

8,62

 

 

15-16

Gangster frá Árgerði / Hinrik Bragason

8,62

 

 

17

Hrafnar frá Auðsholtshjáleigu / Þórdís Erla Gunnarsdóttir

8,61

 

 

18

Ásdís frá Hemlu II / Vignir Siggeirsson

8,60

 

 

19

Hnokki frá Þúfum / Mette Mannseth

8,60

 

 

20

Sproti frá Innri-Skeljabrekku / Gústaf Ásgeir Hinriksson

8,58

 

 

21

Krókur frá Ytra-Dalsgerði / Ævar Örn Guðjónsson

8,57

 

 

22

Laxnes frá Lambanesi / Reynir Örn Pálmason

8,54

 

 

23

Prins frá Hellu / Ísleifur Jónasson

8,53

 

 

24

Sesar frá Steinsholti / Jakob Svavar Sigurðsson

8,51

 

 

25

Penni frá Eystra-Fróðholti / Jón Páll Sveinsson

8,22

 

 

26

Goði frá Bjarnarhöfn / Hans Þór Hilmarsson

8,21

 

 

27

Jarl frá Árbæjarhjáleigu II / Hekla Katharína Kristinsdóttir

8,13

 

 

28

Dropi frá Kirkjubæ / Hanna Rún Ingibergsdóttir

7,97

 

 

29

Hansa frá Ljósafossi / Jakob Svavar Sigurðsson

7,55

 

 

30

Kolbeinn frá Hrafnsholti / Jakob Svavar Sigurðsson

7,33

 

 

31

Örvar frá Gljúfri / Jón Óskar Jóhannesson

7,31