mánudagur, 22. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gott Landsþing LH

24. október 2010 kl. 19:39

Gott Landsþing LH

Glæsilegu landsþingi LH lauk í gær með þingslitafagnaði. Almenn ánægja var með þingið...

sem var málefnalegt og afkastaði miklu en mörg mál voru rædd og afgreidd. Töluverðar umræður urðu um mál er varða landsmót, framtíð þeirra, framkvæmd og landsmótsstaðina.
Mörgum málum þessa málaflokks var vísað til hinnar nýlega skipuðu landsmótsnefndar þannig að þar er nóg af verkefnum að vinna.
Hestamannafélagið Léttir á Akureyri stóð verulega vel að þessu þingi og var þinghaldið allt Létti til mikils sóma. Allar veitingar voru mjög góðar og fór vel um fólk í þingsal og utan. Vel til fundið var móttakan og sýningin í TopReiter hðllinni á föstudagskvöldið.
Þráðlaust netsamband Brekkuskóla stóðst algerlega prófið og var til mikilla þæginda fyrir þinghaldið allt.
Gestir vefsins eiðfaxi.is nutu þess en stöðugur fréttaflutningur var af störfum þingsins á vefnum og má sjá á heimsóknartölum, að stórir hópar fólks nýttu sér það. Allar fréttir af þinginu eru samankomnar undir „linknum“ hér efst á síðunni.