

Helgina 17.-19. apríl síðastliðinn var í fyrsta sinn haldinn viðburður sem nefndur var Norðlenska hestaveislan en þá helgi buðu eyfirskir hrossaræktendur heim áhugafólki um hrossarækt. Helgin var hlaðin hestatengdum viðburðum á Akureyri og í nærsveitum, en á föstudagskvöldinu var sýningin Fákar og fjör, á laugardeginum voru ræktunarbú heimsótt og þeim degi lauk með stóðhestasýningu í reiðhöllinni á Akureyri. Renndu Eyfirðingar nokkuð blint í sjóinn með að hafa dagskrána svo þétta en uppskeran var þéttur pakkir fyrir hrossaræktaráhugafólk og heppnaðist í alla staði mjög vel.
Fregnmaður Eiðfaxa skellti sér norður og naut Norðlenskrar gestrisni.
Grein þessa má nálgast í 4. tbl. Eiðfaxa, Stóðhestablaðinu. Hægt er að gerast áskrifandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is