þriðjudagur, 11. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Geert Íslandsmeistari

Óðinn Örn Jóhannsson
13. nóvember 2017 kl. 08:05

Íslandsmeistari í Járningum.

Íslandsmót í járningum 2017.

Íslandsmótið í Járningum fór  fram 12. nóvember  hjá Eldhestum.

 

Keppnin fór þannig fram að járnaðir voru tveir fætur, fram fótur og gagnstæður afturfótur. Keppendur voru síðan dæmdir með tilliti til gæða járninganna.  Dæmt var í tvennu lagi, annarsvegar tálgun og plönun á hóf, snyrting hóftungu og hófbotns og hinsvegar loka frágangur þ.e.a.s. frágangur, lögun og staðsetning á skeifu, neglingar og hnykkingar.

Að lokinni spennandi keppni þar sem mjög mjótt var á munum á milli manna  var niðurstaðan eftirfarandi:

1.       Sæti      Geert Cornelis

2.       Sæti      Atli Már Atlason

3.       Sæti      Leó Hauksson

Daniel van der Blij var Dómari

 

Járningarmannafélagið þakkar Eldhestum og Mustad fyrir veittan stuðning