

Gandálfur frá Selfossi er 6 vetra gamall stóðhestur undan Gusti frá Hóli og Álfadís frá Selfossi. Á kynbótasýningunni í Hafnarfirði og hlaut hann 8,60 fyrir hæfileika og 8,39 í aðaleinkunn.
Gandálfur er hálfbróðir stóðhestanna Álfasteins og Álfs frá Selfossi sem eru óðum að festa sig í sessi sem kynbótahestar. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig Gandálfi reiðir af í samanburði við bræður sína, hér sjáum við myndband af honum á brokki, skeiði og tölti. Miðað við þessi tilþrif er ekki að sjá að hann gefi þeim mikið eftir.