

Gæðingadómarafélag Íslands, GDLH, sendir frá sér eftirfarandi tilkynningu:
"Á síðasta landsþingi var samþykkt að prufukeyra C-flokk í gæðingakeppni. Flokkur þessi er ætlaður byrjendum og lítið keppnisvönu fólki til þess að byrja að spreyta sig í gæðingakeppninni. Mótshaldarar hafa fengið tölvupóst og hvattir til þess að bjóða upp á þennan flokk á mótum sínum í vor. Þetta er frábært tækifæri til þess að fjölga keppendum í gæðingakeppni hérlendi og erlendis og kynna þá frábæru keppni sem gæðingakeppnin er."
Hér fyrir neðan má sjá upplýsingar um C flokk.
C - Flokkur
Knapi og hestur sem keppir í C- flokki , getur ekki keppt líka í A og B flokk á sama móti.
C - flokkur gæðinga
Einkunnir skal reikna samkvæmt eftirfarandi kvarða:
C- flokkur
Atriði Einkunn Vægi
1. Fetgangur 5 – 10 1
2.Brokk og/ eða tölt 5 - 10 1
3. Stökk 5-10 1
4. Vilji 5 - 10 1
5. Fegurð í reið 5 - 10 1
Deilitala dómara til að fá aðaleinkunn keppanda er 5. Séu allar einkunnir lesnar upp er deilt í dómpalli með 15 séu 3 dómarar að dæma, en 25 séu fimm dómarar að dæma.
Úrslit C - flokkur