sunnudagur, 21. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gaddstaðaflatir á uppboð

Jens Einarsson
17. mars 2010 kl. 14:38

Margir renna hýru auga til svæðisins

Gaddstaðaflatir við Hellu, eitt vinsælasta Landsmótssvæði hestamanna, verður boðið upp í vor ef ekki tekst að auka hlutafé í Rangárbökkum ehf. og semja við helstu lánadrottna. Þetta kemur fram í Hestar&Hestamenn, sem kemur út á morgun.

Ómar Diðriksson, formaður hestamannafélagsins Geysis á Rangárvöllum, segir í viðtali við blaðið að viðskiptabanki Rangárbakka ehf. hafi verið tilbúinn til að setja lán á ís til lengri tíma ef tryggt væri að Landsmót 2012 yrði haldið á Hellu. Nú liggi ekkert annað fyrir en að svæðið verði boðið upp í vor, nema takist að auka hlutafé í Rangárbökkum ehf. og friða bankann.

„Rangárbakkar eiga landið sem mótssvæðið er á, þar með talið afar fallegt land meðfram Rangánni sem margir renna hýru auga til. Það verða ekki bara Geysismenn sem missa mikið ef það fer, heldur allir hestamenn,“ segir Ómar.