þriðjudagur, 11. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrirlestur með Benedikt Líndal

Óðinn Örn Jóhannsson
7. nóvember 2017 kl. 10:41

Benedikt Líndal.

Reiðmennska er ekki geimvísindi!

Benedikt Líndal tamningameistari FT verður með fyrirlestur og svo sýningu í reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ, laugardaginn 18. nóvember klukkan 16:00.  

Aðgangseyrir er 1500, frítt fyrir 12 ára og yngri.  Boðið verður upp á kaffi.

Erum við að flækja hlutina of mikið?  Benedikt ætlar að segja og sýna okkur hvernig við getum komist í samband við léttleikann og ánægjuna í hestamennskunni og hvaða leiðir hægt er að fara að því markmiði. Hann verður með hross á ýmsum stigum þjálfunar, ólíkar hestgerðir og sýnir í raun hvað rétt uppbygging og einföld nálgun getur skipt miklu máli.

Benedikt Líndal er hestamönnum af góðu kunnur, tamningameistari FT og hefur lagt stund á kennslu, þjálfun og tamningar bæði hérlendis og erlendis við góðan orðstýr í áratugi.  Hann hefur gefið út fræðsluefni og hannað reiðtygi svo eitthvað sé nefnt.  Þess má geta að til stendur að Benedikt verði með reiðkennslu í vetur hjá Herði.