sunnudagur, 21. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fundi fram haldið.

22. október 2010 kl. 20:42

Fundi fram haldið.

Nú er kvöldverði lokið og fundur í Allsherjarnefnd heldur áfram.

Þingskjal 15. um Íslandsmót eldri og yngri flokka.
Lagt til að tillagan verði felld.
 

Þingskjal 21. fjallar um landsmót á hverju ári.
Samþykkt að tillagan sé sett til landsmótsnefndar.
 

Þingskjal 22. um landsmót, tilgang starfshætti og framkvæmd.
Samþykkt að tillagan sé sett til landsmótsnefndar.

Þingskjal 23. um landsmót.
Samþykkt að tillagan sé sett til landsmótsnefndar.

Þingskjal 27.  Um gæðingakeppni á landsmótum.
Samþykkt að tillagan sé sett til landsmótsnefndar.

Þingskjal 29. Um hvatningu til handa hagsmunafélaganna innan hestamennskunnar um mótun framtíðaráætlunar.
Mælt með að tillagan verði samþykkt.

Þingskjal 32 varðandi skráningar knapa á Íslandsmót yngri og eldri flokka hjá því félagi sem heldur viðkomandi mót.
Nefndin mælir með að tillagan verði felld en skorar á stjórn að hraða vinnu við samræmda vefskráningu á hestamót.

Þingskjal 33 varðandi tímasetningar móta á mótaskrá.
Nefndin mælir með að tillagan verði samþykkt með orðalagsbreytingum, að „lagabreyting“ verði „tilmæli“ og að út falli „Heimsmeistara og Norðurlandamót“.

Þingskjal 34 um málefni FEIF.
Nefndin mælir með að tillagan verði samþykkt með orðalags breytingu.

Þingdegi 1 lokið
Nú hefur þingið lokið störfum í dag en í kvöld stendur hestamannafélagið Léttir fyrir sýningu í TopReiter höllinni. Þangað munu þingfulltrúar streyma en fundir hefjast aftur kl. 09:00 í fyrramálið.