föstudagur, 19. október 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frumsýningarhóf

Óðinn Örn Jóhannsson
20. nóvember 2017 kl. 09:58

Horses of Iceland

Kynningarmyndbandi HORSES OF ICELAND.

Það er okkur mikil ánægja að bjóða þér/ykkur í frumsýningarhóf á kynningarmyndbandi HORSES OF ICELAND. 

Hófið verður haldið þriðjudaginn 21. nóvember kl.12:30 í Gamla Bíói, Ingólfsstræti 2a, 101 Reykjavík. 

Við bendum á bílastæðahús við Hverfisgötuna á móts við Þjóðleikhúsið.

Myndbandinu er ætlað að vera ein megin stoðin í kynningu á íslenska hestinum í markaðsverkefni HORSES OF ICELAND og kemur í kjölfarið á vel heppnuðu “Gangtegunda-myndbandi” sem tæplega ein milljón manna hafa skoðað frá október sl. 

Nýja myndbandið mun fara í dreifingu á samfélagsmiðlum og öðrum netmiðlum sama dag. 

Það mun einnig verða nýtt við kynningarstörf á íslenska hestinum á heimsvísu. 

Í dag eru Íslandshestasamfélög í 21 þjóðlandi og er stefnt að enn frekari útbreiðslu og áhuga á íslenska hestinum. 

Að lokinni kynningu verður boðið verður upp á léttar veitingar.

Vonandi sjáið þið ykkur fært að mæta.