föstudagur, 19. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fréttatilkynning: Kerckhaert skeifur

26. mars 2010 kl. 10:44

Fréttatilkynning: Kerckhaert skeifur

Kerckhaert og Ásbjörn Ólafsson ehf.  hafa gert með sér samning um að Ásbjörn yfirtaki umboðið fyrir Kerckhaert vörur og tengda vöruliði.  Ásbjörn mun eftirleiðis sinna sölu og dreifingu á þeim vörum á Íslandi.  Ætlunin er að halda áfram að þróa vöruval og markaðssetningu á Kerckhaert og tengdum vörum.

Fyrirtækið Ásbjörn Ólafsson ehf. var stofnað árið 1937 af stórkaupmanninum Ásbirni Ólafssyni.   Starfsemin hefur verið breytileg í gegnum árin en í dag er áherslan lögð á innflutning, dreifingu og markaðssetningu á: Matvörum, sælgæti, gjafavörum, búsáhöldum, bílavörum og fleiru. Fyrirtækið er með umboð fyrir mörg af þekktustu vörumerkjum í heimi og er eitt af stærstu innflytjendum landsins, á sínu sviði.

Fyrir nokkru hóf Ásbjörn innflutning á spæni og hefur í gegnum það átt ánægjuleg samskipti við hestamenn.  Kerkhaert er kærkomin viðbót við vöruvalið og hlökkum við til að þjónusta hestamenn áfram með gæðavörum.

Fh. Ásbjörns Ólafssonar ehf.
Svava Kristjánsdóttir
Markaðsmál sérvöru
 
www.asbjorn.is